Varmadælur hafa verið að riðja sér til rúms, fyrst voru það fyrst og fremst svo kallaðar loft-í-loft varmadælur, sem þýðir að þær nota loft (útiloftið) og hita upp inniloftið. Þessar dælur eru líka „>loft í vatn, en á seinni árum hefur verið boðið upp á mun fleirri útgáfur af lausnum sérstaklega þegar slíkar lausnir hafa verið að lækka hratt í verði.
Loft í vatn
Loft í vatn varmadælur eru kallaðar það vegna þess að þær nota útiloftið til að hita upp vatn.
Mónóblokk kerfi
Kerfin eru einfaldari en önnur kerfi þar sem það kemur sambyggt, eina sem þörf á að setja upp er vélakerfið úti. Varmadælukerfið hitar svo vatnið upp og dælir því frá sér heitu og fær kalt til baka.
Hér fyrir neðan er dæmi um uppsetningu:
Einingar í kerfinu:
Buffertankur – Buffer tankur / Forðabúr safnar saman vatni frá kerfinu og er notaður til að auka rýmd kerfinsins, Kerfið sjálft hitar vatnið og dælir því í forðabúrið fyrir varmadælunum. Með því að halda vatninu heitu, er kerfið fljótar að bregaðst við, tankurinn eykur magn af vatni í kerfinu og tryggir flæði.
3-way lokinn – er notaður til að ákveða hvort framleiða á fyrir hitakerfið eða neysluvatnið. Flest kerfi bjóða upp á að framleiða annað hvort bara fyrri hitakerfi eða bæði hitakerfið og neysluvatnið.
Dælustöðin – eða vatnsdælan er notuð til að dæla vatni frá kerfinu og inn á notenda hvort sem það er gólfhitinn eða ofnar. Gólfhitastýringin sér svo um að stýra þessari dælustöð og kveikja á deilunni þegar þörf er á hita.
Neysluvatnskútur – Neysluvatnskúturinn er sérstakur kútur sem er tengdur við varmadælun til að halda vatni heitu fyrir það sem þörf er á neyslu, hvort sem er fyrir krana, sturtu eða þá heitan pott ef þess er óskað. Þetta vatn er alla jafna heitara en það sem er notað til upphitunar og slíkir kútar eru oft með auka rafamagnshitara til að halda vatninu heitu.
Split loft í vatn varmadælur
Split kerfi eða uppskipt varmadælukerfi, þá er varmadælukerfið úti, en inni kerfi sem er annað hvort með neysluvatnshitara eða án hans.
Hægt er að fá innikerfin sambyggð með neysluvatnshitaranum.