Íshúsið er með mikið magn af kælmiðlum á lager en Íshúsið hefur verið með stærri innflytjendum kælimiðla á Íslandi undanfarin ár.
Miklar breytingar hafa verið á þessum efnum á undanförnum 10 – 15 árum, þar sem gömlu efnin hafa smám saman verið að hverfa og ný tekið við. Nú seinast var R-22 bannað, en það hefur verið eitt algengasta efni á kælikerfum unanfarna áratugi á Íslandi. Sérfræðingar okkar geta ráðlagt þér þegar kemur að því velja kælimiðil sem hentar
Íshúsið ehf býður eingöngu upp á hágæða kælimiðla. Þegar kemur að vali á kælimiðlum skiptir miklu máli að kælimiðlarnir séu hágæða miðalar en miðlar af lakari gæðum geta bæði eyðilagt kerfin sem þau eru inn á og einnig dregið verulega úr afköstum þeirra. Miðlarnir geta auk þess valdið ótímabærri tæringu í kerfunum. Helstu ástæður þess að miðlar eru ekki hágæða er að fyrirtæki eru að draga úr kostnaði við framleiðsluna með því að nota óhreinar blöndur í efnin og drýgja með efnum sem geta valdið skaða á kerfunum.
Íshúsið selur mest af miðlum á 10 L kútum, en bíður einnig upp á miðla í 60 L hylkjum.
Hér fyrir neðan eru nokkur af þeim efnum sem við eigum alla jafna á lager:
- Kælimiðill R-404a
- Kælimiðill R-134a
- Kælimiðill R-410
- Kælimiðlill R-407c
- Kælimiðill R-422a
Ammoníak
Hágæða ammoníak frá Chemogas, sem er dótturfyrirtæki Linde. Linde er stærsti gasframleiðandi í heimi með framleiðslu í öllum heimsálfum. Chemogas hefur sérhæft sig í ammoníaki fyrir alla samsteypuna.
Íshúsið á ammoníak bæði á bömbum og 60 kg hylkjum.
Hafðu samband í síma: 552-0000 fyrir frekari upplýsingar og verð