Varmadælurnar eru notaðar til þess að hita upp heimili og því þarf að vera í boði bæði varahluta- og viðgerðarþjónusta. Einnig skiptir máli við valið að fjárfesta í nýtinni varmadælu, þar sem upphafskostnaður getur oft í raun verið mjög lítil hluti miðað við háan rekstrarkostnað ef varmadælan er ónýtin.
Varmadælur – 1 kw af rafmagni skilar meira en 4 kw af hita
Varmadælur nýta sér orku sem fæst úr loftinu úti til að kynda inni. Því færðu meira en 4 kw fyrir hvert 1 kw sem þú borgar í rafmagn!
Mitsubishi hefur verið leiðandi í þróun á varmadælum og eru meðal stærstu aðila í heiminum í framleiðslu á þessum dælum. Það sem skiptir mestu er nýtnin en Mishubishi hefur náð gríðarlegum árangri í nýtni á þessum dælum. Þetta skiptir öllu máli þegar kemur að rekstrarkostnaði dælunnar.
Vamadælur fyrir sumarbústaði
Varmadæla í sumarbústað hefur náð gríðarlegum vinsældum undanfarin ár. Á meðan engin er á staðnum er hægt að lækka hitastigið en tryggja lágmarkshitastig í bústaðnum. Varmadælur virkar einnig sem loftkæling á sumrin. Fujitsu dælurnar bjóða upp á sérstaka stillingu sem tryggir lágmarks hita í húsinu (10°C), þannig að það er ávallt hiti í húsinu án þess að nota fulla kyndingu. Þegar komið er í húsið er dælan fljót að hita húsið aftur upp í stofuhita.
Inverter varmadælur
Inverter gerð notar sérstaka tækni til þess að stýra nákvæmlega afköstum varmadælunnar. Þannig notar varmadælan aldrei meira rafmagn en nauðsynlegt er. Jafnframt geta þessar dælur náð að kynda við mjög kaldar aðstæður eða allt að -20°C.
Helstu kostir:
- Hraðar náð æskilegu hitastigi
- Eyðir 30% minna rafmagni að meðaltali en on/off dælur
- Minni sveiflur í hitastigi