Muggsspilin voru fyrst búin til árið 1922 og eru þau fyrstu íslensku spilin.

Guðmundur Thorsteinsson eða Muggur, fæddist á Bíldudal 1891. Hann stundaði myndlistarnám í Kaupmannahöfn og að námi loknu ferðaðist hann um Evrópu og Ameríku. Meðal frægustu verka Muggs eru sagan um Dimmalimm og altaristaflan í Bessastaðakirkju.

Gosarnir á spilunum eru klæddir sem vinnumaður, bóndi, sjómaður og námsmaður.
Drottningarnar eru klæddar í íslenska þjóðbúninga og ásarnir eru prýddir með myndum frá íslandi.

Spilin fást í tveimur litum, rauð og blá. Hægt er að fá einn stokk í eða tvo stokka í pakka.