Dupont er fyrirtækið sem fann upp kælimiðlana eins og við þekkjum þá í dag. Í kringum 1920 voru teymi hjá Dupont og GM sem þróuðu nýja kælimiðla í staðin fyrir þá kælimiðla sem þá voru í boði og þóttu hættulegir. Til urðu kælimiðlar sem voru kallaðir CFC. Síðar kom í ljós að þessir miðlar voru þessir miðlar voru ósoneyðandi og þróaði fyrirtækið þá nýja kælimiðla sem voru ekki ósoneyðandi. Dupont hefur alltaf verið leiðandi í þróun kælimiðla.
Árið 2015 var ákveðið að flytja hluta af efnavörum frá Dupont og stofna nýtt fyrirtæki sem væri ótengt Dupont um þessar vörru. Fyrirtækið var kallað Chemours.
Chemours er Amerískur framleiðandi og stærsti framleiðandi kælimiðla í heiminum, með vörur sem uppfylla ströngustu gæðakröfur sem til eru.